Innskráning
![]() | |
Könnun
Engin könnun í gangiSmábæjaleikar Arion banka fór fram um helgina
Í samstarfi við SAH Afurðir og Kjarnafæði
Nú er elleftu Smábæjaleikum Hvatar lokið en mótið fór fram um helgina í fínu veðri þó svo að sólin hafi ekki látið sjá sig fyrr en á sunnudaginn. 76 lið tóku þátt frá 15 félögum vítt og breytt um landið. Keppendur voru um 550 auk þjálfara og liðstjóra að ógleymdum foreldrum og forráðamönnum. Því er óhætt að áætla að íbúafjöldi á Blönduósi þessa helgi hafi að minnsta kosti þrefaldast. Við sama tilefni var tekið í notkun nýtt hús á Blönduósvelli sem risið hefur síðastliðnar vikur og þar eru salerni fyrir völlinn ásamt geymsluhúsnæði sem hýsti líka sjoppu leikanna.
Knattspyrnudeild Hvatar vill koma á framfæri þökkum til þeirra liða sem tóku þátt og miklu þakklæti til þeirra fjölmörgu sem lögðu hönd á plóg til að gera leikana að veruleika.
Hægt er að nálgast úrslit á heimasíðu Hvatar á http://eventus/hvotfc/index.php?pid=248 undir Smábæjaleikar 2014.
Næsti leikur
BEINAR ÚTSENDINGAR Á SKIRFSTOFU HVATAR
Mynd af handahófi

Hvatarlagið
