Fyrri mynd
Nęsta mynd
...
Ok
Velkomin į heimasķšu Ungmennafélags Hvatar. Viš notum vefkökur (e. cookies) til žess aš bęta upplifun žķna og greina umferš um sķšuna.
Meš žvķ aš nota vefsķšuna samžykkir žś notkun į vefkökum og skilmįla okkar.
Hvöt
Open Menu Close Menu
 
Meistaraflokkur karla | 01. júlí 2011

Feykilega mikilvægur sigur á Dalvík/Reyni í gær á útivelli

Fyrir leikinn var lið Dalvíkur/Reynis í 9. sæti deildarinnar með 11 stig meðan við vermdum 10. sætið með 10 stig. Glöggir áhugamenn um íslensku 2. deildina hafa þó tekið eftir því að mjótt er á munum í þessari deild í ár. Tveir leikir sem enda með sigri geta fært flest liðin í toppbaráttuna á meðan tveir tapleikir geta þýtt bullandi botnbaráttu.  Það var því ljóst fyrirfram að um gríðarlega mikilvægan leik væri að ræða og mikið undir.

Byrjunarliðið í leiknum var þannig skipað að Gísli Eyland var í markinu, Hallgrímur og Arnar Skúli í bakvörðum, Milan og Bjarki miðverðir, Árni Arnarson og Árni Einar á miðjunni með Atla Arnarson fyrir framan þá. Ingvi Hrannar og Arnar Sig á köntunum og Hilmar Kára frammi. Á bekknum voru Arnar Magnús, Böddi, Fannar Örn, Benni og Stefán Hafsteins.

Það var þó eins og okkar menn væru ekki meðvitaðir um mikilvægi leiksins þegar hann hófst í rjómablíðunni á Dalvík í gærkveldi. D/R mættu ofboðslega ákveðnir til leiks, pressuðu hátt og fyrri hálfleikurinn var hreint út sagt mjög slakur að hálfu Tindastóls/Hvatar. Fyrir utan eina góða fyrirgjöf frá Arnari sem Ingvi skallaði rétt framhjá og eitt-tvö föst leikatriði þá áttum við ekkert í leiknum. Sóknin var hugmyndasnauð, miðjan yfirspiluð, takturinn í vörninni var slakari en hjá saxafónleikaranum hjá Sálinni hans Jóns míns á stóra sviðinu á Þjóðhátíð í Eyjum 2001 klukkan hálf sjö um morguninn.  

Enda fór svo að staðan í hálfleik var 2-0 fyrir D/R þar sem annað markið kom eftir skyndisókn eftir hornspyrnu frá okkur og hitt markið eftir að við misstum boltann á slæmum stað. Arfaslakt.

Eitthvað gekk hins vegar á í klefanum hjá strákunum í hálfleik. Hvort sem Donni hefur hent strákunum í ískalda sturtu, breytt skipulaginu, öskrað yfir hópinn, slegið hvern einn og einasta utan undir eða hreinlega allt ofangreint, þá virkaði það vel. Þótt að leikmennirnir litu út fyrir að vera þeir sömu og spiluðu fyrri hálfleikinn þá var eins og gjörbreytt lið væri mætt til leiks. Það hjálpaði mikið til að Bjarki Már náði að skora eftir mikið harðfylgi strax í upphafi seinni hálfleiksins. Markið kom eftir aukaspyrnu af kantinum sem sveif inn á teiginn þar sem Bjarki náði að losa sig frá varnarmanninum sínum og líklega skalla hann í netið áður en Atli Már Rúnarsson markmaður og fyrirliði D/R næði honum. 

Eftir markið sóttu okkar menn af miklum eldmóð sem hlaut bara enda á einn veg. Á 60. mín þá fékk Atla Iniesta boltann á miðjunni og tók á rás, beið þangað til fjórir menn voru komnir í sig og gaf þá í hlaupalínuna hjá Ingva sem var kominn upp á topp eftir að Benni kom inn á fyrir Hilmar. Ingvi var sallarólegur og beið þangað til að boltinn væri kominn á vítapunktinn og renndi honum þá fram hjá Atla Má í markinu og staðan orðin 2-2 og hálftími eftir af leiknum. Strákarnir búnir að sýna frábæran karakter að ná að jafna og heilmikið eftir.

Mikið áfall dundi þó yfir stuttu seinna þegar D/R komust í eina af fáu sóknum sínum í seinni hálfleik. Sóknarmaður þeirra fékk boltann hjá vítateignum, renndi honum fram hjá Bjarka og undirritaður gat ekki séð annað en að hann hlypi síðan beint í faðminn á Bjarka til að knúsa hann. Ruðningur í körfubolta en Þóroddur Hjaltalín junior annars ágætur dómari leiksins dæmdi vítaspyrnu. Úr vítaspyrnunni skoruðu þeir nokkuð örugglega og D/R aftur komnir yfir 3-2.

Einhver hefði kannski haldið að markið myndi draga kraft úr strákunum en svo var ekki. Sóknirnar héldu áfram og D/R lentu í miklu brasi þegar þeir stóðu fyrir því að hreinsa boltann í burtu. Ef þeir hreinsuðu í innkast þá tók Arnar Skúli innkastið og grýtti boltanum aftur inn í markteiginn eins og hann væri þaulvanur kúluvarpari og ef þeir hreinsuðu í horn þá komu jafnvel enn hættulegri hornspyrnur frá Atla sem líktust frekar skotum á markið enn hornspyrnum. Aðstæður sem henta knattspyrnumanni að nafni Bjarki alveg hreint ágætlega og það gat varla komið neinum alvarlega á óvart þegar Bjarki jafnaði leikinn eftir hornspyrnu 3-3 á 80 mín. Bjarki kominn með tvö mörk í leiknum og þar með búinn að jafna og bæta fyrir vítaspyrnuna sem Þóroddur Hjaltalín júnior annars ágætur dómari leiksins dæmdi á hann.

Síðustu 10 mínútur voru ansi taugatrekkjandi enda lá sigurmarkið í loftinu öðru hvoru megin. Okkar menn voru sterkari en ein mistök gátu haft slæmar afleiðingar.

Það var síðan á 93. mín þegar Fannar Örn, sem hafði komið inn sem varamaður fékk boltann á hægri kantinum, rak augun í Ingva sem var á fjær í teignum. Fannar reyndi að koma með langa fyrirgjöf en missti hann of hátt í loftið og boltinn virtist vera auðveldur æfingabolti fyrir markmanninn. Sem betur fer fyrir okkur var Atli Már markmaður á þessum tímapunkti orðin ein taugahrúga eftir allar hornspyrnurnar, aukaspyrnurnar og innköstin þannig að hann missti boltann úr greipum sér og boltinn barst til Arnars sigurvegara Sig. Það þarf ekki að spyrja að því að Arnar þakkaði pent fyrir gjöfina og lagði boltann í netið, 4-3 og allt varð brjálað á vellinum.

Undir venjulegum kringumstæðum hefði þetta átt að vera síðasta spark leiksins en Þóroddi Hjaltalín júníor, annars ágætum dómara leiksins, fannst leikurinn hins vegar vera svo skemmtilegur að hann bætti við góðum 18 mínútum. Þær voru reyndar líklega ekki meira en þrjár en þær virtust vera lengri. En sú feita hætti loksins að syngja án þess að fleiri mörk kæmu og æðisgenginn sigur og þrjú stig í höfn.

Þetta var einn af þessum leikjum sem menn eiga eftir að muna lengi.

Hægt er að sjá 12 mín samantekt af leiknum hérna. Tveir myndatökumenn, fullt af áhorfendum frá Króknum og góð stemmning

Næsti leikur er á þriðjudaginn kl. 20:00 á Sauðárkróksvelli þar sem við tökum á móti ekki minni erkifjendum en Dalvíkingum en þá koma KF ingar í heimsókn. KF sem áður hét KS/Leiftur er á svipuðum stað í deildinni og við og sigur væri því ákaflega vel þeginn.

Heimild: www.tindastoll.is

 

 

Feykilega mikilvægur sigur á Dalvík/Reyni í gær á útivelli

Fyrir leikinn var lið Dalvíkur/Reynis í 9. sæti deildarinnar með 11 stig meðan við vermdum 10. sætið með 10 stig. Glöggir áhugamenn um íslensku 2. deildina hafa þó tekið eftir því að mjótt er á munum í þessari deild í ár. Tveir leikir sem enda með sigri geta fært flest liðin í toppbaráttuna á meðan tveir tapleikir geta þýtt bullandi botnbaráttu.  Það var því ljóst fyrirfram að um gríðarlega mikilvægan leik væri að ræða og mikið undir.

Byrjunarliðið í leiknum var þannig skipað að Gísli Eyland var í markinu, Hallgrímur og Arnar Skúli í bakvörðum, Milan og Bjarki miðverðir, Árni Arnarson og Árni Einar á miðjunni með Atla Arnarson fyrir framan þá. Ingvi Hrannar og Arnar Sig á köntunum og Hilmar Kára frammi. Á bekknum voru Arnar Magnús, Böddi, Fannar Örn, Benni og Stefán Hafsteins.

Það var þó eins og okkar menn væru ekki meðvitaðir um mikilvægi leiksins þegar hann hófst í rjómablíðunni á Dalvík í gærkveldi. D/R mættu ofboðslega ákveðnir til leiks, pressuðu hátt og fyrri hálfleikurinn var hreint út sagt mjög slakur að hálfu Tindastóls/Hvatar. Fyrir utan eina góða fyrirgjöf frá Arnari sem Ingvi skallaði rétt framhjá og eitt-tvö föst leikatriði þá áttum við ekkert í leiknum. Sóknin var hugmyndasnauð, miðjan yfirspiluð, takturinn í vörninni var slakari en hjá saxafónleikaranum hjá Sálinni hans Jóns míns á stóra sviðinu á Þjóðhátíð í Eyjum 2001 klukkan hálf sjö um morguninn.  

Enda fór svo að staðan í hálfleik var 2-0 fyrir D/R þar sem annað markið kom eftir skyndisókn eftir hornspyrnu frá okkur og hitt markið eftir að við misstum boltann á slæmum stað. Arfaslakt.

Eitthvað gekk hins vegar á í klefanum hjá strákunum í hálfleik. Hvort sem Donni hefur hent strákunum í ískalda sturtu, breytt skipulaginu, öskrað yfir hópinn, slegið hvern einn og einasta utan undir eða hreinlega allt ofangreint, þá virkaði það vel. Þótt að leikmennirnir litu út fyrir að vera þeir sömu og spiluðu fyrri hálfleikinn þá var eins og gjörbreytt lið væri mætt til leiks. Það hjálpaði mikið til að Bjarki Már náði að skora eftir mikið harðfylgi strax í upphafi seinni hálfleiksins. Markið kom eftir aukaspyrnu af kantinum sem sveif inn á teiginn þar sem Bjarki náði að losa sig frá varnarmanninum sínum og líklega skalla hann í netið áður en Atli Már Rúnarsson markmaður og fyrirliði D/R næði honum. 

Eftir markið sóttu okkar menn af miklum eldmóð sem hlaut bara enda á einn veg. Á 60. mín þá fékk Atla Iniesta boltann á miðjunni og tók á rás, beið þangað til fjórir menn voru komnir í sig og gaf þá í hlaupalínuna hjá Ingva sem var kominn upp á topp eftir að Benni kom inn á fyrir Hilmar. Ingvi var sallarólegur og beið þangað til að boltinn væri kominn á vítapunktinn og renndi honum þá fram hjá Atla Má í markinu og staðan orðin 2-2 og hálftími eftir af leiknum. Strákarnir búnir að sýna frábæran karakter að ná að jafna og heilmikið eftir.

Mikið áfall dundi þó yfir stuttu seinna þegar D/R komust í eina af fáu sóknum sínum í seinni hálfleik. Sóknarmaður þeirra fékk boltann hjá vítateignum, renndi honum fram hjá Bjarka og undirritaður gat ekki séð annað en að hann hlypi síðan beint í faðminn á Bjarka til að knúsa hann. Ruðningur í körfubolta en Þóroddur Hjaltalín junior annars ágætur dómari leiksins dæmdi vítaspyrnu. Úr vítaspyrnunni skoruðu þeir nokkuð örugglega og D/R aftur komnir yfir 3-2.

Einhver hefði kannski haldið að markið myndi draga kraft úr strákunum en svo var ekki. Sóknirnar héldu áfram og D/R lentu í miklu brasi þegar þeir stóðu fyrir því að hreinsa boltann í burtu. Ef þeir hreinsuðu í innkast þá tók Arnar Skúli innkastið og grýtti boltanum aftur inn í markteiginn eins og hann væri þaulvanur kúluvarpari og ef þeir hreinsuðu í horn þá komu jafnvel enn hættulegri hornspyrnur frá Atla sem líktust frekar skotum á markið enn hornspyrnum. Aðstæður sem henta knattspyrnumanni að nafni Bjarki alveg hreint ágætlega og það gat varla komið neinum alvarlega á óvart þegar Bjarki jafnaði leikinn eftir hornspyrnu 3-3 á 80 mín. Bjarki kominn með tvö mörk í leiknum og þar með búinn að jafna og bæta fyrir vítaspyrnuna sem Þóroddur Hjaltalín júnior annars ágætur dómari leiksins dæmdi á hann.

Síðustu 10 mínútur voru ansi taugatrekkjandi enda lá sigurmarkið í loftinu öðru hvoru megin. Okkar menn voru sterkari en ein mistök gátu haft slæmar afleiðingar.

Það var síðan á 93. mín þegar Fannar Örn, sem hafði komið inn sem varamaður fékk boltann á hægri kantinum, rak augun í Ingva sem var á fjær í teignum. Fannar reyndi að koma með langa fyrirgjöf en missti hann of hátt í loftið og boltinn virtist vera auðveldur æfingabolti fyrir markmanninn. Sem betur fer fyrir okkur var Atli Már markmaður á þessum tímapunkti orðin ein taugahrúga eftir allar hornspyrnurnar, aukaspyrnurnar og innköstin þannig að hann missti boltann úr greipum sér og boltinn barst til Arnars sigurvegara Sig. Það þarf ekki að spyrja að því að Arnar þakkaði pent fyrir gjöfina og lagði boltann í netið, 4-3 og allt varð brjálað á vellinum.

Undir venjulegum kringumstæðum hefði þetta átt að vera síðasta spark leiksins en Þóroddi Hjaltalín júníor, annars ágætum dómara leiksins, fannst leikurinn hins vegar vera svo skemmtilegur að hann bætti við góðum 18 mínútum. Þær voru reyndar líklega ekki meira en þrjár en þær virtust vera lengri. En sú feita hætti loksins að syngja án þess að fleiri mörk kæmu og æðisgenginn sigur og þrjú stig í höfn.

Þetta var einn af þessum leikjum sem menn eiga eftir að muna lengi.

Hægt er að sjá 12 mín samantekt af leiknum hérna. Tveir myndatökumenn, fullt af áhorfendum frá Króknum og góð stemmning

Næsti leikur er á þriðjudaginn kl. 20:00 á Sauðárkróksvelli þar sem við tökum á móti ekki minni erkifjendum en Dalvíkingum en þá koma KF ingar í heimsókn. KF sem áður hét KS/Leiftur er á svipuðum stað í deildinni og við og sigur væri því ákaflega vel þeginn.

Heimild: www.tindastoll.is

 

 
 

Næsti leikur

BEINAR ÚTSENDINGAR Á SKIRFSTOFU HVATAR

 

Mynd af handahófi

Karen Sól
Karen Sól