Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin heimasu Ungmennaflags Hvatar. Vi notum vefkkur (e. cookies) til ess a bta upplifun na og greina umfer um suna.
Me v a nota vefsuna samykkir notkun vefkkum og skilmla okkar.
Hvt
Open Menu Close Menu
 
Meistaraflokkur karla | 13. júní 2011

Mikilvægur vinnusigur 3-2 gegn Reyni frá Sandgerði

Það var kalt á Króknum í dag, norðanátt og hitastigið ekki nema nokkrar gráður þegar flautað var til leiks í leik Tindastóls/Hvatar og Reynis frá Sandgerði. Byrjunarlið Tindastóls/Hvatar: Gísli Eyland, Arnar Skúli, Bjarki Már, Björn Anton, Stefán Hafsteins., Árni Einar, Árni Arnarson, Atli Arnarson, Benni, Arnar Sig og Kolbeinn Kára.

Heimamenn voru sterkari aðilinn til að byrja með og reyndu að spila boltanum. Það var síðan tenniskappinn Arnar Sigurðsson sem skoraði fyrsta mark leiksins og var það afar vel gert hjá honum. Hann komst upp vinstra megin og setti boltann í fjærhornið við mikinn fögnuð félaga sinna og áhorfenda.

En Adam var ekki lengi í Paradís og Reynismenn náðu að jafna áður en fyrri hálfleikurinn var allur. Það var Jóhann Reynir Jóhannsson sem þar var að verki.  Hann skoraði síðan annað mark sitt í upphafi seinni hálfleiks og kom gestunum í 1-2 forystu.

Heimamenn sóttu ákaft eftir þetta og gerðu allt til að jafna leikinn. Árni Einar átti frábæra sendingu frá hægri vængnum og yfir á vinstri vænginn þar sem Arnar Sigurðsson tók gríðarlega vel á móti boltanum og afgreiddi hann síðan óverjandi í markið. Þarna var staðan orðin 2-2 og áfram sóttu heimamenn en vissulega áttu Reynismenn sínar sóknir en fleiri mörk gerðu þeir ekki.

Það var síðan Fannar Örn Kolbeinsson sem kom inná af bekknum sem átti skot á markið þegar stutt var til leiksloka. Markmaður Reynis misreiknaði sig illilega og boltinn endaði í markinu og þar við sat.  3-2 sigur heimamanna sem fögnuðu vel og innilega.

Af bekknum komu eftirtaldir inná: Fannar Örn, Dejan og Hilmar Kára.

 

 

Mikilvægur vinnusigur 3-2 gegn Reyni frá Sandgerði

Það var kalt á Króknum í dag, norðanátt og hitastigið ekki nema nokkrar gráður þegar flautað var til leiks í leik Tindastóls/Hvatar og Reynis frá Sandgerði. Byrjunarlið Tindastóls/Hvatar: Gísli Eyland, Arnar Skúli, Bjarki Már, Björn Anton, Stefán Hafsteins., Árni Einar, Árni Arnarson, Atli Arnarson, Benni, Arnar Sig og Kolbeinn Kára.

Heimamenn voru sterkari aðilinn til að byrja með og reyndu að spila boltanum. Það var síðan tenniskappinn Arnar Sigurðsson sem skoraði fyrsta mark leiksins og var það afar vel gert hjá honum. Hann komst upp vinstra megin og setti boltann í fjærhornið við mikinn fögnuð félaga sinna og áhorfenda.

En Adam var ekki lengi í Paradís og Reynismenn náðu að jafna áður en fyrri hálfleikurinn var allur. Það var Jóhann Reynir Jóhannsson sem þar var að verki.  Hann skoraði síðan annað mark sitt í upphafi seinni hálfleiks og kom gestunum í 1-2 forystu.

Heimamenn sóttu ákaft eftir þetta og gerðu allt til að jafna leikinn. Árni Einar átti frábæra sendingu frá hægri vængnum og yfir á vinstri vænginn þar sem Arnar Sigurðsson tók gríðarlega vel á móti boltanum og afgreiddi hann síðan óverjandi í markið. Þarna var staðan orðin 2-2 og áfram sóttu heimamenn en vissulega áttu Reynismenn sínar sóknir en fleiri mörk gerðu þeir ekki.

Það var síðan Fannar Örn Kolbeinsson sem kom inná af bekknum sem átti skot á markið þegar stutt var til leiksloka. Markmaður Reynis misreiknaði sig illilega og boltinn endaði í markinu og þar við sat.  3-2 sigur heimamanna sem fögnuðu vel og innilega.

Af bekknum komu eftirtaldir inná: Fannar Örn, Dejan og Hilmar Kára.

 

 
 

Næsti leikur

BEINAR ÚTSENDINGAR Á SKIRFSTOFU HVATAR

 

Mynd af handahófi

Gissi Rauði
Gissi Rauði