Innskráning
![]() | |
Könnun
Engin könnun í gangiLoksins sigur hjá Tindastól/Hvöt í 2. deild
Tindastóll/Hvöt 2 - 1 ÍH
Þetta var fyrsti heimaleikur Tindastóls/Hvatar á Sauðárkróki og einnig fyrsti leikur nýs þjálfara liðsins. Byrjunarliðið var þannig: Gísli Sveinsson, Sveinbjörn, Böddi, Milan, Hallgrímur, Benni, Árni Einar, Árni Arnarson, Atli Arnarson, Ingvi Hrannar og Kolbeinn.
Heimamenn byrjuðu betur í leiknum og tóku fljótlega yfirhöndina. Aðeins eitt mark sást í fyrri hálfleik og það var Kolbeinn Kárason sem skoraði það eftir harðfylgni. Í seinni hálfleik skoraði Kolbeinn sitt annað mark sem hann gerði einnig laglega.
Heimamenn áttu nokkrar harðar sóknir að marki andstæðinganna og oft var boltinn nærri því að fara inn en fleiri mörk skoruðu þeir ekki. Það var hinsvegar í uppbótartíma að Örn Rúnar skoraði fyrir ÍH en lengra komust þeir ekki og góður og sanngjarn sigur Tindastóls/Hvatar í höfn. Af bekknum komu inná þeir Dejan, Hilmar og Óskar.
Það er ástæða til að hrósa öllum leikmönnum okkar fyrir þeirra frammistöðu í kvöld. Fín barátta og góð liðsheild einkenndi leik okkar manna ásamt því að liðið spilaði fínan fótbolta. Það er ástæða til að þakka fyrir gott kvöld og ekki má gleyma Donna og teyminu hans fyrir þeirra þátt. Þetta er vonandi bara byrjunin.
Heimild: www.tindastoll.is
Næsti leikur
BEINAR ÚTSENDINGAR Á SKIRFSTOFU HVATAR
Mynd af handahófi

Hvatarlagið
