Fyrri mynd
Nęsta mynd
...
Ok
Velkomin į heimasķšu Ungmennafélags Hvatar. Viš notum vefkökur (e. cookies) til žess aš bęta upplifun žķna og greina umferš um sķšuna.
Meš žvķ aš nota vefsķšuna samžykkir žś notkun į vefkökum og skilmįla okkar.
Hvöt
Open Menu Close Menu
 
Byrjunarlið leiksins í gær
Byrjunarlið leiksins í gær
Kolli skoraði mark heimamanna
Kolli skoraði mark heimamanna
Meistaraflokkur karla | 22. maí 2011

Tap í fyrsta heimaleik sumarsins

Fyrsti heimaleikur okkar var í gær. Ekki voru veðurguðirnir skemmtilegir við okkur en mikið rok og aðeins tveggja stiga hiti var á Blönduósi í gær. Fjarðabyggð fór austur með öll þrjú stigin eftir að hafa lagt okkar menn að velli 1-2.

Tindastóll/Hvöt fengum óskabyrjun þegar Kolbeinn Kárason komst inn fyrir vörn Fjarðabyggðar eftir fína sendingu frá Óskari Vignis.  Kolbeinn laumaði boltanum framhjá markverðinum og kom okkar mönnum yfir 1-0.  T/H byrjaði með vindinn í bakið og lá mikið á Fjarðabyggð án þess að ná að skapa sérstaklega góð færi.  Þetta voru hálffæri þar sem sendingar og hlaup fóru ekki saman.

Sóknir okkar manna fóru flestar upp hægri kantinn en erfiðlega gekk að koma boltanum inn í teig þaðan vegna mikils mótvinds. Boltinn var einnig mikið útaf vellinum og óþarflega oft í háloftunum. Fjarðabyggð sóttu ekki mikið í fyrri hálfleik en fengu eitt gott færi eftir klúður í vörn okkar manna.

Í hálfleik var staðan 1-0 fyrir T/H og leikmenn klaufar að ná ekki að nýta sér sóknaryfirburði liðsins og skora fleiri mörk.

Í seinni hálfleik komu leikmenn Fjarðabyggðar mjög ákveðnir til leiks og unnu baráttuna á vellinum. Framan af í  síðari hálfleik  vorum leikmenn T/H að gera mjög lítið sóknarlega enda uppskáru þeir ekki neitt.

Fjarðabyggð skoraði síðan mark eftir aukaspyrnu utan að kanti. Þetta gerist á 57. mín og staðan orðin 1-1. Eftir þetta voru Fjarðabyggð með yfirhöndina í leiknum án þess þó að skapa sér færi. Þeir fengu hinsvegar færi á 68. mín og nýttu sér það til fullnustu og komust í 1-2.

T/H gerði breytingar eftir þetta og meiri kraftur settur í sóknina og var allt annað að sjá liðið. Miklu meiri kraftur en eins og fyrr í leiknum þá vantaði herslumuninn, bæði að klára sendingar inn í vítateig andstæðinganna en þegar það gekk þá vantaði réttu hlaupin. Einn leikmaður Fjarðabyggðar fékk að líta rauða spjaldið á 81. mínútu fyrir fólskulegt olnbogaskot á Bjarka Má.

Ágætur dómari leiksins, Valdimar Pálson, flautaði leikinn svo af og úrslitin 1-2  fyrir Fjarðabyggð og lið T/H án stiga. Óhætt er að segja að liðið hefur verið frekar lánlaust í þessum tveim leikjum.  Fengum mark á okkur undir lokinn gegn Hetti þar sem um klára rangstöðu var að ræða og töpum núna gegn Fjarðabyggð í jöfnum leik. En þá er bara að rífa sig upp, berjast og bæta leik okkar þannig að við getum farið að innbyrða okkar fyrstu stig.

 

 
Byrjunarlið leiksins í gær
Byrjunarlið leiksins í gær
Kolli skoraði mark heimamanna
Kolli skoraði mark heimamanna

Tap í fyrsta heimaleik sumarsins

Fyrsti heimaleikur okkar var í gær. Ekki voru veðurguðirnir skemmtilegir við okkur en mikið rok og aðeins tveggja stiga hiti var á Blönduósi í gær. Fjarðabyggð fór austur með öll þrjú stigin eftir að hafa lagt okkar menn að velli 1-2.

Tindastóll/Hvöt fengum óskabyrjun þegar Kolbeinn Kárason komst inn fyrir vörn Fjarðabyggðar eftir fína sendingu frá Óskari Vignis.  Kolbeinn laumaði boltanum framhjá markverðinum og kom okkar mönnum yfir 1-0.  T/H byrjaði með vindinn í bakið og lá mikið á Fjarðabyggð án þess að ná að skapa sérstaklega góð færi.  Þetta voru hálffæri þar sem sendingar og hlaup fóru ekki saman.

Sóknir okkar manna fóru flestar upp hægri kantinn en erfiðlega gekk að koma boltanum inn í teig þaðan vegna mikils mótvinds. Boltinn var einnig mikið útaf vellinum og óþarflega oft í háloftunum. Fjarðabyggð sóttu ekki mikið í fyrri hálfleik en fengu eitt gott færi eftir klúður í vörn okkar manna.

Í hálfleik var staðan 1-0 fyrir T/H og leikmenn klaufar að ná ekki að nýta sér sóknaryfirburði liðsins og skora fleiri mörk.

Í seinni hálfleik komu leikmenn Fjarðabyggðar mjög ákveðnir til leiks og unnu baráttuna á vellinum. Framan af í  síðari hálfleik  vorum leikmenn T/H að gera mjög lítið sóknarlega enda uppskáru þeir ekki neitt.

Fjarðabyggð skoraði síðan mark eftir aukaspyrnu utan að kanti. Þetta gerist á 57. mín og staðan orðin 1-1. Eftir þetta voru Fjarðabyggð með yfirhöndina í leiknum án þess þó að skapa sér færi. Þeir fengu hinsvegar færi á 68. mín og nýttu sér það til fullnustu og komust í 1-2.

T/H gerði breytingar eftir þetta og meiri kraftur settur í sóknina og var allt annað að sjá liðið. Miklu meiri kraftur en eins og fyrr í leiknum þá vantaði herslumuninn, bæði að klára sendingar inn í vítateig andstæðinganna en þegar það gekk þá vantaði réttu hlaupin. Einn leikmaður Fjarðabyggðar fékk að líta rauða spjaldið á 81. mínútu fyrir fólskulegt olnbogaskot á Bjarka Má.

Ágætur dómari leiksins, Valdimar Pálson, flautaði leikinn svo af og úrslitin 1-2  fyrir Fjarðabyggð og lið T/H án stiga. Óhætt er að segja að liðið hefur verið frekar lánlaust í þessum tveim leikjum.  Fengum mark á okkur undir lokinn gegn Hetti þar sem um klára rangstöðu var að ræða og töpum núna gegn Fjarðabyggð í jöfnum leik. En þá er bara að rífa sig upp, berjast og bæta leik okkar þannig að við getum farið að innbyrða okkar fyrstu stig.

 

 
 

Næsti leikur

BEINAR ÚTSENDINGAR Á SKIRFSTOFU HVATAR

 

Mynd af handahófi

Kristófer Skúli
Kristófer Skúli