Fyrri mynd
Nęsta mynd
...
Ok
Velkomin į heimasķšu Ungmennafélags Hvatar. Viš notum vefkökur (e. cookies) til žess aš bęta upplifun žķna og greina umferš um sķšuna.
Meš žvķ aš nota vefsķšuna samžykkir žś notkun į vefkökum og skilmįla okkar.
Hvöt
Open Menu Close Menu
 
Meistaraflokkur karla | 16. maí 2011

Tap í fyrsta leik sumarsins í 2. deild

Það var nokkuð napurt á vellinum og smá gola, en það hefur samt eflaust haft meiri áhrif á áhangendurna heldur en leikmennina. Þessi lið voru mjög svipuð að styrkleika í dag og erfitt að fara að tína úr sérstök færi hjá hvoru liðinu, bæði lið fengu jú nokkur færi í fyrri hálfleik, þó aðallega hálffæri eins og skot fyrir utan teig, úr þröngu færi inní teig eða léleg skallafæri eftir föst leikatriði. Bæði lið fengu nokkrar aukaspyrnur fyrir utan teig en allar enduðu þær yfir markið, hjá báðum liðum. Staðan var því 0-0 í hálfleik.

Heimamenn byrjuðu svo af krafti í síðari hálfleik, þar sem Elvar Ægisson lék á tvo leikmenn útá kanti og gaf útí teiginn á Ragnar Pétursson sem átti skot að marki sem var bjargað á línu, vel gert hjá Ragnari og einnig hjá varnarmanni T/H. Gestirnir fengu hornspyrnu á 55. mínútu sem var frekar slök, en fyrsti varnarmaður Hattar misreiknaði boltann með þeim afleiðingum að hann fór í gegnum alla þvöguna og þ.á.m. þrjá T/H menn áður en Hattarmenn hreinsuðu í burtu.

Á 63. mínútu kom leikmaður inná hjá Hetti í sínum fyrsta leik fyrir félagið, Runólfur Sveinn Sigmundsson og fékk hann mjög fljótlega gult spjald fyrir lítinn hlut en fékk svo annað gult á 79. mínútu og þar með rautt og var greinilega ekki skemmt. Einum færri tókst heimamönnum svo loksins að skora, frábær stungusending Þórarins Mána Borgþórssonar rataði í fætur Ragnars Péturssonar sem komst einn í gegn, lék á Gísla Eyland í marki T/H og skoraði í autt markið, frábærlega vel útfærð skyndisókn á 88. mínútu leiksins, 1-0.

Gestirnir hófu þá mikla sókn sem endaði með nokkrum hálffærum og svo skalla í slá á 94. Mínútu leiksins, þar sem leikmaður T/H var ca. 2 metra frá markinu en nýtti færið ekki betur en raun bar vitni. Heimamenn hreinsuðu boltanum í burtu eftir sláarskallann og dómarinn flautaði til leiksloka, mikil spenna þar á ferð og 3 mjög góð stig til liðs Hattar

Liðin í dag voru nokkuð jöfn að styrkleika og svona viss vorbragur á leik beggja liða.

 

Heimild: www.fotbolti.net

 

Tap í fyrsta leik sumarsins í 2. deild

Það var nokkuð napurt á vellinum og smá gola, en það hefur samt eflaust haft meiri áhrif á áhangendurna heldur en leikmennina. Þessi lið voru mjög svipuð að styrkleika í dag og erfitt að fara að tína úr sérstök færi hjá hvoru liðinu, bæði lið fengu jú nokkur færi í fyrri hálfleik, þó aðallega hálffæri eins og skot fyrir utan teig, úr þröngu færi inní teig eða léleg skallafæri eftir föst leikatriði. Bæði lið fengu nokkrar aukaspyrnur fyrir utan teig en allar enduðu þær yfir markið, hjá báðum liðum. Staðan var því 0-0 í hálfleik.

Heimamenn byrjuðu svo af krafti í síðari hálfleik, þar sem Elvar Ægisson lék á tvo leikmenn útá kanti og gaf útí teiginn á Ragnar Pétursson sem átti skot að marki sem var bjargað á línu, vel gert hjá Ragnari og einnig hjá varnarmanni T/H. Gestirnir fengu hornspyrnu á 55. mínútu sem var frekar slök, en fyrsti varnarmaður Hattar misreiknaði boltann með þeim afleiðingum að hann fór í gegnum alla þvöguna og þ.á.m. þrjá T/H menn áður en Hattarmenn hreinsuðu í burtu.

Á 63. mínútu kom leikmaður inná hjá Hetti í sínum fyrsta leik fyrir félagið, Runólfur Sveinn Sigmundsson og fékk hann mjög fljótlega gult spjald fyrir lítinn hlut en fékk svo annað gult á 79. mínútu og þar með rautt og var greinilega ekki skemmt. Einum færri tókst heimamönnum svo loksins að skora, frábær stungusending Þórarins Mána Borgþórssonar rataði í fætur Ragnars Péturssonar sem komst einn í gegn, lék á Gísla Eyland í marki T/H og skoraði í autt markið, frábærlega vel útfærð skyndisókn á 88. mínútu leiksins, 1-0.

Gestirnir hófu þá mikla sókn sem endaði með nokkrum hálffærum og svo skalla í slá á 94. Mínútu leiksins, þar sem leikmaður T/H var ca. 2 metra frá markinu en nýtti færið ekki betur en raun bar vitni. Heimamenn hreinsuðu boltanum í burtu eftir sláarskallann og dómarinn flautaði til leiksloka, mikil spenna þar á ferð og 3 mjög góð stig til liðs Hattar

Liðin í dag voru nokkuð jöfn að styrkleika og svona viss vorbragur á leik beggja liða.

 

Heimild: www.fotbolti.net

 
 

Næsti leikur

BEINAR ÚTSENDINGAR Á SKIRFSTOFU HVATAR

 

Mynd af handahófi

Erling dómari
Erling dómari