Fyrri mynd
Nęsta mynd
...
Ok
Velkomin į heimasķšu Ungmennafélags Hvatar. Viš notum vefkökur (e. cookies) til žess aš bęta upplifun žķna og greina umferš um sķšuna.
Meš žvķ aš nota vefsķšuna samžykkir žś notkun į vefkökum og skilmįla okkar.
Hvöt
Open Menu Close Menu
 
Meistaraflokkur karla | 10. maí 2011

"Ekki auðvelt að hrista þessa fyrrum andstæðinga saman"

Pistill frá Sigurði Halldórssyni, þjálfara


Virðulegu stuðningsmenn.
 
Ég sem þjálfari Tindastóls/Hvatar er tiltölulega sáttur við stöðu liðsins, núna rétt fyrir mót. Úrslit leikja bæði hjá mfl. og 2. fl eru góð og aðeins 4-5 leikmenn í meiðslum. Líkamlegt og andlegt ástand manna eru nokkuð gott og ég kvíði ekki framhaldinu.
 
Ljóst var, við sameiningu þessa tveggja félaga, að það yrði ekki auðvelt að hrista þessa fyrrum andstæðinga saman, en mér finnst á þessu stigi, að vel hafi tekist.  Fjárhagurinn er sagður góður, reynslumiklir stjórnarmenn koma að þessu, 2fl karla verður mjög öflugur, sem eykur breiddina í mfl. og að auki verður minna álag á vallarsvæðum, þar sem leikir og æfingar fara fram á báðum stöðum, en óljóst er á þessari stundu, hversu margir leikir eða æfingar, verða á Blönduósi og svo Sauðárkrók.
 
Okkar lið hefur spilað eingöngu á gervigrasi í öllum þeim 25 leikjum sem við höfum tekið þátt í og eru því ferðalög orðin kostnaðarsöm og mörg, því ekki er hægt að spila heimaleiki, þar sem aðstöðuleysið er mikið, til æfinga og leikja í þessa 7 mánaða undirbúningstímabili.
 
Það er engin kvóti, hvað margir frá Tindastól eða hversu margir frá Hvöt, verða í byrjunarliðinu, ég vel mitt sterkasta lið, fyrir hvern leik, óháð búsetu. Helsta vandamálið er auðvitað það, að 4 - 5 leikmenn verða búsettir í Reykjavík í allt sumar, en ég er að vinna í því, að koma þeim fyrir, til æfinga, inná sterkum liðum fyrir sunnan.
 
Yfir 30 leikmenn, sem æfðu og spiluðu með okkur s.l. sumar, hafa skipt yfir í önnur lið, um er að ræða, 15 leikmenn frá Tindastól og aðeins fleiri frá Hvöt. Miðað við hvernig vorleikirnir hafa þróast, þá sýnist mér að allir þeir leikmenn sem ég tel, að eigi ,að skipa byrjunarlið í 2fl, gætu gert kröfu á, að vera í 16 manna, leikmannahóp, í sumar.
 
Hvöt fær til liðs við okkur, tvo sterka Serba, varnarmaðurinn Milan var í fyrra, lykilmaður, en framherjinn Dejan er nýr. Báðir miklir reynsluboltar úr efri deildum í Serbíu. Unglingalandsliðsmaðurinn, Stefán Hafsteinsson, bætist við hópinn og hann verður staðsettur á Blönduósi, en einnig er Fannar Örn Kolbeinsson, uppalinn Króksari á heimleið, sem og Kolbeinn Kárason ungur framherji, sem er lánaður til okkar, frá Val og hefur hann farið mikinn í markaskorunn frá áramótum, fyrir okkar lið. Hann verður staðsettur á Króknum í sumar. Gísli Eyland markvörður Tindstóls til margra ára, verður með okkur í baráttunni í sumar, auk þess sem hann mun þjálfa, þá Óla Gretar og Arnar Magnús og gera þessa ungu og efnilegu markmenn, enn betri.
 
Fyrsti leikur í Íslandsmótinu er við Hött 14 maí á Egilsstöðum en um viku áður, eða sunnudaginn 8, þá förum við einnig í erfiðan útileik við Völsung í Bikarkeppinni, sem er önnur umferð, en við sitjum hjá í þeirri fyrstu.
 
Stjórnir beggja liða funda vikulega og hafa þeir staðið sig vel, það sem af er, en þessa stundina eru þeir meðal annars, að vinna í því, að koma á fót öflugum stuðningshópi, sem vonandi mun láta vel í sér heyra, báðum megin við Þverárfjall og vonandi víðar.
 
Stuðningsmenn, þið spyrjið eflaust hver okkar markmið séu fyrir komandi átök. Því er fljótsvarað, að vinna alla þá leiki sem við förum í, bæði í Íslandsmóti og Bikarkeppni og á ég þá auðvitað við 2fl líka. Það fer alltaf eitthvað úrskeiðis, í svona löngu móti, en við reynum að lámarka mistökin og enda sáttir eftir hvern leik. Ég fer í mótið með tilhlökkun og fullyrði að okkar styrkur liggur mest í því að breiddin er mikil og nánst eingöngu er verið að spila á heimamönnum, aðeins þrír til fjórir fengnir til að styrkja okkur nýliðana.
 
Ég vona að þið kæru stuðningsmenn mætið vel á heimaleiki okkar hvort heldur þeir fari fram á Blönduósi eða á Króknum og endilega að láta í sér heyra, þannig að leikmenn finni fyrir þeim stuðning, sem er tvímælalaust á við auka leikmann á vellinum, í þeirri miklu vinnu, sem bíður þeirra á þessu tímabili.
 
Knattspyrnukveðja frá þjálfara, Tindastóls/Hvatar.

 

 

"Ekki auðvelt að hrista þessa fyrrum andstæðinga saman"

Pistill frá Sigurði Halldórssyni, þjálfara


Virðulegu stuðningsmenn.
 
Ég sem þjálfari Tindastóls/Hvatar er tiltölulega sáttur við stöðu liðsins, núna rétt fyrir mót. Úrslit leikja bæði hjá mfl. og 2. fl eru góð og aðeins 4-5 leikmenn í meiðslum. Líkamlegt og andlegt ástand manna eru nokkuð gott og ég kvíði ekki framhaldinu.
 
Ljóst var, við sameiningu þessa tveggja félaga, að það yrði ekki auðvelt að hrista þessa fyrrum andstæðinga saman, en mér finnst á þessu stigi, að vel hafi tekist.  Fjárhagurinn er sagður góður, reynslumiklir stjórnarmenn koma að þessu, 2fl karla verður mjög öflugur, sem eykur breiddina í mfl. og að auki verður minna álag á vallarsvæðum, þar sem leikir og æfingar fara fram á báðum stöðum, en óljóst er á þessari stundu, hversu margir leikir eða æfingar, verða á Blönduósi og svo Sauðárkrók.
 
Okkar lið hefur spilað eingöngu á gervigrasi í öllum þeim 25 leikjum sem við höfum tekið þátt í og eru því ferðalög orðin kostnaðarsöm og mörg, því ekki er hægt að spila heimaleiki, þar sem aðstöðuleysið er mikið, til æfinga og leikja í þessa 7 mánaða undirbúningstímabili.
 
Það er engin kvóti, hvað margir frá Tindastól eða hversu margir frá Hvöt, verða í byrjunarliðinu, ég vel mitt sterkasta lið, fyrir hvern leik, óháð búsetu. Helsta vandamálið er auðvitað það, að 4 - 5 leikmenn verða búsettir í Reykjavík í allt sumar, en ég er að vinna í því, að koma þeim fyrir, til æfinga, inná sterkum liðum fyrir sunnan.
 
Yfir 30 leikmenn, sem æfðu og spiluðu með okkur s.l. sumar, hafa skipt yfir í önnur lið, um er að ræða, 15 leikmenn frá Tindastól og aðeins fleiri frá Hvöt. Miðað við hvernig vorleikirnir hafa þróast, þá sýnist mér að allir þeir leikmenn sem ég tel, að eigi ,að skipa byrjunarlið í 2fl, gætu gert kröfu á, að vera í 16 manna, leikmannahóp, í sumar.
 
Hvöt fær til liðs við okkur, tvo sterka Serba, varnarmaðurinn Milan var í fyrra, lykilmaður, en framherjinn Dejan er nýr. Báðir miklir reynsluboltar úr efri deildum í Serbíu. Unglingalandsliðsmaðurinn, Stefán Hafsteinsson, bætist við hópinn og hann verður staðsettur á Blönduósi, en einnig er Fannar Örn Kolbeinsson, uppalinn Króksari á heimleið, sem og Kolbeinn Kárason ungur framherji, sem er lánaður til okkar, frá Val og hefur hann farið mikinn í markaskorunn frá áramótum, fyrir okkar lið. Hann verður staðsettur á Króknum í sumar. Gísli Eyland markvörður Tindstóls til margra ára, verður með okkur í baráttunni í sumar, auk þess sem hann mun þjálfa, þá Óla Gretar og Arnar Magnús og gera þessa ungu og efnilegu markmenn, enn betri.
 
Fyrsti leikur í Íslandsmótinu er við Hött 14 maí á Egilsstöðum en um viku áður, eða sunnudaginn 8, þá förum við einnig í erfiðan útileik við Völsung í Bikarkeppinni, sem er önnur umferð, en við sitjum hjá í þeirri fyrstu.
 
Stjórnir beggja liða funda vikulega og hafa þeir staðið sig vel, það sem af er, en þessa stundina eru þeir meðal annars, að vinna í því, að koma á fót öflugum stuðningshópi, sem vonandi mun láta vel í sér heyra, báðum megin við Þverárfjall og vonandi víðar.
 
Stuðningsmenn, þið spyrjið eflaust hver okkar markmið séu fyrir komandi átök. Því er fljótsvarað, að vinna alla þá leiki sem við förum í, bæði í Íslandsmóti og Bikarkeppni og á ég þá auðvitað við 2fl líka. Það fer alltaf eitthvað úrskeiðis, í svona löngu móti, en við reynum að lámarka mistökin og enda sáttir eftir hvern leik. Ég fer í mótið með tilhlökkun og fullyrði að okkar styrkur liggur mest í því að breiddin er mikil og nánst eingöngu er verið að spila á heimamönnum, aðeins þrír til fjórir fengnir til að styrkja okkur nýliðana.
 
Ég vona að þið kæru stuðningsmenn mætið vel á heimaleiki okkar hvort heldur þeir fari fram á Blönduósi eða á Króknum og endilega að láta í sér heyra, þannig að leikmenn finni fyrir þeim stuðning, sem er tvímælalaust á við auka leikmann á vellinum, í þeirri miklu vinnu, sem bíður þeirra á þessu tímabili.
 
Knattspyrnukveðja frá þjálfara, Tindastóls/Hvatar.

 

 
 

Næsti leikur

BEINAR ÚTSENDINGAR Á SKIRFSTOFU HVATAR

 

Mynd af handahófi

Gissi Rauði
Gissi Rauði