Fyrri mynd
Nęsta mynd
...
Ok
Velkomin į heimasķšu Ungmennafélags Hvatar. Viš notum vefkökur (e. cookies) til žess aš bęta upplifun žķna og greina umferš um sķšuna.
Meš žvķ aš nota vefsķšuna samžykkir žś notkun į vefkökum og skilmįla okkar.
Hvöt
Open Menu Close Menu
 
Meistaraflokkur karla | 30. apríl 2011

Tap gegn Aftureldingu í úrslitum Lengjubikarsins

Úrslitaleikur B-deildar lengjbikarins fór fram í síðustu viku og töpuðu okkar menn 4-2 fyrir Aftureldingu, leikurinn fór fram á Akranesi. Hilmar Þór Kárason skoraði seinna mark okkar en fyrra markið var sjálfsmark.

Okkar menn byrjuðu skelfilega í leiknum og eftir aðeins 8 mín var staðan orðin 2-0 fyrir Aftureldingu og á brattan að sækja. Tindastóll/Hvöt vann sig síðan inn í leikinn og var sterkari aðilin megnið af fyrri hálfleik en erfiðlega gékk að skapa sér færi. Afturelding fékk síðan mjög ódýra vítaspyrnu fyrir lok fyrri hálfleiks og breyttu stöðunni í 3-0.

Tinadstóll/Hvöt minkaði munin á 46. mín en þar sáu Aftureldingar menn um að setja boltann í eigið net. Leikurinn var nokkuð jafn eftir þetta og skiptust liðin á að sækja. Það var síðan á 68. mín sem Afturelding skorar eftir horn og staðan orðin 4-1.

Siggi gerði nokkrar breytingar á liðinu eftir þetta og áttu þeir leikmenn góðar innkomur. Það var einmitt varamaðurinn Hilmar Þór Kárason sem minnkaði munin á 89. mín.  Lokatölur leiksins 4-2 og Afturelding,  bikar og 150 þús krónum ríkari.

Þrátt fyrir tapið var margt mjög jákvætt í leik liðsins. Liðið gafst ekki upp þrátt fyrir herfilega byrjun og héldu menn áfram að sækja.

Hægt er að sjá mörk og svipmyndir úr leiknum sem Stefán Arnar tók hérna.

Heimild: www.tindastoll.is

 

 

Tap gegn Aftureldingu í úrslitum Lengjubikarsins

Úrslitaleikur B-deildar lengjbikarins fór fram í síðustu viku og töpuðu okkar menn 4-2 fyrir Aftureldingu, leikurinn fór fram á Akranesi. Hilmar Þór Kárason skoraði seinna mark okkar en fyrra markið var sjálfsmark.

Okkar menn byrjuðu skelfilega í leiknum og eftir aðeins 8 mín var staðan orðin 2-0 fyrir Aftureldingu og á brattan að sækja. Tindastóll/Hvöt vann sig síðan inn í leikinn og var sterkari aðilin megnið af fyrri hálfleik en erfiðlega gékk að skapa sér færi. Afturelding fékk síðan mjög ódýra vítaspyrnu fyrir lok fyrri hálfleiks og breyttu stöðunni í 3-0.

Tinadstóll/Hvöt minkaði munin á 46. mín en þar sáu Aftureldingar menn um að setja boltann í eigið net. Leikurinn var nokkuð jafn eftir þetta og skiptust liðin á að sækja. Það var síðan á 68. mín sem Afturelding skorar eftir horn og staðan orðin 4-1.

Siggi gerði nokkrar breytingar á liðinu eftir þetta og áttu þeir leikmenn góðar innkomur. Það var einmitt varamaðurinn Hilmar Þór Kárason sem minnkaði munin á 89. mín.  Lokatölur leiksins 4-2 og Afturelding,  bikar og 150 þús krónum ríkari.

Þrátt fyrir tapið var margt mjög jákvætt í leik liðsins. Liðið gafst ekki upp þrátt fyrir herfilega byrjun og héldu menn áfram að sækja.

Hægt er að sjá mörk og svipmyndir úr leiknum sem Stefán Arnar tók hérna.

Heimild: www.tindastoll.is

 

 
 

Næsti leikur

BEINAR ÚTSENDINGAR Á SKIRFSTOFU HVATAR

 

Mynd af handahófi

Smári
Smári